Friday, October 19, 2012

Súkkulaðihjúpur

Um daginn bakaði systir mín þessar fallegu bollakökur hér til vinstri (í tilefni af afmæli Símons líkt og skúffukökubaksturinn). Ég varð að koma þeim á framfæri því mér finnst mjög sniðug hugmynd að hjúpa krem á bollakökum með bráðnu súkkulaði - smá auka "twist" sem gefur kökunum bæði meira bragð og fallegt útlit.

Ég velti samt fyrir mér hvort sum krem, t.d. smjörkrem, séu of viðkvæm fyrir hita til að þola svona hjúpun. Veit það einhver? Ég fann því miður ekkert um það þrátt fyrir nokkuð umfangsmikla leit á Google.

Kremið á kökunum hér til vinstri er svokallaður "ítalskur marengs" (sem er svipaður því sem er inni í kókosbollum - þeyttar eggjahvítur og sykur). Kremið er ýmist hjúpað með súkkulaði eða brennt með gasbrennara.

No comments:

Post a Comment