Saturday, October 6, 2012

Fifty Shades of Grey

Ég hef verið mjög hugsi yfir því hvort ég ætti að skrifa pistil um Fifty Shades of Grey eða ekki. Ég veit að það er varla þörf á því, nóg er nú búið að skrifa um bókina (ég mæli sérstaklega með þessari umsögn). Ég ætla þess vegna að hafa þennan pistil stuttan. Yfirleitt eru umsagnir um Fifty Shades of Grey annað hvort mjög jákvæðar eða mjög neikvæðar. Með hliðsjón af því hvernig bókin er þá held ég að það sé ekkert mitt á milli. Svo að þið vitið, þá er þessi pistill einn af þessum neikvæðu.

Það er nokkuð síðan ég las bókina. Þegar ég byrjaði þá vissi ég lítið um hana, annað en að hún var búin að vera sú vinsælasta á Amazon.com í lengri tíma. Þegar leið á lesturinn varð ég alltaf meira og meira hissa. Í stuttu máli þá fannst mér bókin mjög illa skrifuð. Bókin er reyndar það illa skrifuð að stundum fer hún allan hringinn og dramatíkin sem á að vera svo svakaleg verður óstjórnanlega fyndin. Svo fyndin að ég skellihló stundum. Það er, að ég tel, ekki það sem E.L. James ætlaði sér með skrifunum. Ég hugsa að það sé hin besta skemmtun að lesa bókina upphátt í góðra vina hópi. Það er ómögulegt að segja sumt sem fram kemur í bókinni upphátt án þess að skellihlægja, svo asnalegur er söguþráðurinn og orðanotkunin. Nokkur dæmi (og þá meina ég örlítið brotabrot): 
“Does this mean you’re going to make love to me tonight, Christian?” Holy shit. Did I just say that? His mouth drops open slightly, but he recovers quickly.
“No, Anastasia it doesn’t. Firstly, I don’t make love. I fuck… hard. Secondly, there’s a lot more paperwork to do, and thirdly, you don’t yet know what you’re in for. You could still run for the hills. Come, I want to show you my playroom.”
My mouth drops open. Fuck hard! Holy shit, that sounds so… hot. But why are we looking at a playroom? I am mystified.  - E.L. James, Fifty Shades of Grey.
“He's naked except for those soft ripped jeans, top button casually undone. Jeez, he looks so freaking hot. My subconscious is frantically fanning herself, and my inner goddess is swaying and writhing to some primal carnal rhythm.” - E.L. James, Fifty Shades of Grey.
“Oh Ana!" he cries out loudly as he finds his release, holding me in place as he pours himself into me. He collapses, panting hard beside me, and he pulls me on top of him and buries his face in my hair, hold me close. "Oh baby," he breathes. "Welcome to my world.” - E.L. James, Fifty Shades of Grey.
En já, til að það komi fram þá fannst mér bæði söguþráðurinn slappur og aðalpersónurnar ótrúverðugar. Hin varnarlausa og saklausa en samt svo klára Anastasia Steele er fáránleg og hinn fullkomni en samt svo gallaði milljarðamæringur Christan Grey er óþolandi. Báðar persónur eru mjög klisjukenndar staðalímyndir. Þetta eru svona persónur sem maður myndi sparka í og öskra: "Hvað er  að þér? Hunskastu nú til að gera eitthvað að viti!" ef maður væri svo heppinn/óheppinn að hitta þær í raunveruleikanum.

Eins og flestir vita þá er ansi mikið um kynlífslýsingar í bókinni, og þá aðallega lýsingar á BDSM kynlífi, og kannski er það ástæðan fyrir öllum vinsældunum. Ég skal ekki segja. Ég veit ekki mikið um BDSM kynlíf og á því erfitt með að meta hversu raunsæjar lýsingarnar í bókinni eru en oft á tímum fundust mér lýsingarnar kjánalegar. Verst finnst mér að Anastasia virðist ekki vilja beygja sig undir vald Christian (í BDSM kynlífinu þ.e.) en hún lætur samt tilleiðast vegna þess að hún er svo svakalega hrifin, ef ekki ástfangin, af honum strax í upphafi sambandsins. Óþolandi. Fáránlegt. Ég gæti komið með mörg fleiri dæmi um það hvað er rangt við samband Anastasia og Christian en ég hef hvorki tíma né nennu til að telja þau öll upp.
 
Þrátt fyrir ofangreint þá mæli ég með að fólk lesi, eða a.m.k. gluggi í, Fifty Shades of Grey (og það helst án þess að kaupa bókina því hún er svo sannarlega ekkert hillustáss). Mér finnst brýnt að sem flestir kynni sér bókina og velti í framhaldinu upp spurningunni: Af hverju er þetta vinsælasta bókin í dag? Og: Finnst okkur eðlilegt að ungt fólk lesi bækur sem þessar? Bíddu, hvað er aftur þetta með virðingu og jafnrétti? Ég vil taka fram að það er ekki vegna kynlífslýsinganna sem slíkra sem ég velti þessum spurningum upp, heldur vegna staðalímyndanna og hugmyndanna í bókinni um hlutverk karla og kvenna.

Það hlýtur að vera hægt að skrifa erótíska sögu þar sem báðar sögupersónur samþykkja og eru ánægðar með kynlífið sem um er fjallað. Af hverju er það ekki gert?

No comments:

Post a Comment