84 Charing Cross Road eftir Helene Hanff og The Prime of Miss Jean Brodie eftir Muriel Spark eru tvær bækur sem ég hef ágirnst lengi. Árátta mín fyrir fyrrnefndu bókinni hefur þó staðið mun lengur yfir eða allt frá því að ég las Bókmennta- og kartöflubökufélagið (The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society) eftir Mary Ann Shaffer og Annie Barrows fyrir nokkrum árum síðan. Frá því að ég las þá bók hef ég verið að leita að annarri sambærilegri. Leitin hefur gengið illa.
Bókmennta- og kartöflubökufélagið er ein af mínum uppáhalds bókum. Frá því að ég keypti hana sumarið 2010 er ég búin að lesa hana a.m.k. tvisvar á ári. Bókin segir frá Juliet Ashton, ungum rithöfundi, sem fyrir tilviljun kemst í kynni við Bókmennta- og kartöflubökufélagið á Guernsey. Sagan gerist á Englandi stuttu eftir seinna stríð, aðallega í London og á Guernsey. Meginþema sögunnar er hernám Þjóðverja á Guernsey og upplifun heimamanna á eyjunni af því. Sagan er jafnframt saga Juliet og margra kostulegra karaktera á Guernsey. Sagan er skrifuð í formi bréfa. Flest bréfin eru annað hvort skrifuð af Juliet eða til Juliet en það er þó ekki algilt. Sagan er bæði sorgleg og fyndin og svo er sögulegi vinkillinn mjög áhugaverður. Lýsingar á staðarháttum á Guernsey eru það góðar að eftir hvern lestur langar mig að heimsækja eyjuna. Höfundar sögunnar eru Mary Ann Shaffer og Annie Barrows en Shaffer á meira í henni eftir því sem ég kemst næst. Shaffer fékk frænku sína, Barrows, til að aðstoða sig við að ljúka bókinni vegna veikinda. Shaffer lést svo áður en bókin kom út og sá Barrows því um útgáfuna. Þetta er eina skáldsagan sem komið hefur út eftir Shaffer. Barrows hins vegar hefur skrifað og gefið út barnabækur.
Eftir að hafa komist að því að fleiri skáldsögur væru ekki til eftir rithöfund Bókmennta- og kartöflubökufélagsins hóf ég þessa leit að annarri sambærilegri og jafn góðri bók. Leitin hefur ekki gengið vel hingað til eins og áður sagði. Ég rakst þó fljótlega á að margir mæltu með og líktu 84 Charing Cross Road eftir Hanff við Bókmennta- og kartöflubökufélagið. Sú bók var hins vegar ekki til sem rafbók og hvað þá í íslenskum bókabúðum. Ég ætlaði að leita að henni þegar ég var í New York í fyrra en hafði ekki tíma til þess. Ég ákvað loks, rúmum tveimur árum síðar, að panta hana af Amazon ásamt öðrum bókum sem mig vantaði sárlega.
84 Charing Cross Road er ekki löng bók. Hún er reyndar svo stutt að það er auðvelt að klára hana á einu kvöldi. Bókin er ekki skáldsaga heldur bréfasafn. Í bókinni eru rakin 20 ára bréfaskipti höfundarins Helene Hanff við starfsmenn bókabúðar í London sem var staðsett við 84 Charing Cross Road. Hanff, sem var búsett í New York, sendi bókabúðinni upphaflega beiðni um nokkrar fágætar bækur en samband hennar við starfsmennn búðarinnar (aðallega einn) þróast svo og verður að vináttu. Það eru það mikil líkindi með þessari bók og Bókmennta- og kartöflubökufélaginu að ég trúi ekki öðru en að annað hvort Shaffer eða Barrows hafi haft hana í huga við skrif bókarinnar. Það eru ákveðin líkindi með aðalpersónunum (eða aðalbréfaskrifurunum), húmorinn er líkur og svo snýst söguþráðurinn að miklu leyti í kringum bækur. Bréfaskrifarar ræða jafnvel um og dást af sömu bókum í báðum sögum.
Þar sem 84 Charing Cross Road er ekki skáldsaga fær maður ekki að vita jafn mikið um persónurnar og baksöguna og maður hefði viljað. Ég hafði samt mikla ánægju af því að lesa þetta bréfasafn. Það er svo frábær tilhugsun að það hafi verið til fólk í alvörunni sem var svona fyndið og frábært. Nú langar mig að lesa allt sem komið hefur út eftir Hanff, sem var aðallega handritshöfundur en hefur þó gefið út nokkrar bækur. Þær bækur eru auðvitað ekki til sem rafbækur. Ætli það líði ekki tvö ár þangað til ég hef mig í að panta hinar..
Fyrir jólin í fyrra kom út í íslenskri þýðingu bókin Langur vegur frá Kensington (A Far Cry From Kensington) eftir Muriel Spark. Ég las hana þá og líkaði stíllinn og söguþráðurinn vel. Það er það langt síðan ég las söguna að ég man söguþráðinn ekki nógu vel til að geta endursagt hann en ég man að þessi lestur varð til þess að mig langaði til að lesa meira eftir Spark. Eftir stutta könnun komst ég að því að bókin The Prime of Miss Jean Brodie væri frægasta og jafnframt besta bók Spark og beit því í mig að lesa hana sem fyrst. Ég lenti hins vegar í sömu vandræðum með hana og með 84 Charing Cross Road og fékk bókina því ekki í hendurnar fyrr en með pöntuninni um daginn.
The Prime of Miss Jean Brodie er mjög sérstök bók. Hún segir sögu Jean Brodie, kennara í klassískum stúlknaskóla í Edinborg sem notar óhefbundnar kennsluaðferðir. Sagan er ekki sögð af Brodie sjálfri heldur byggir hún á upplifun sex stúlkna úr nemendahóp Brodie sem hún tók að sér. Stúlknahópurinn er nefndur "the Brodie set" en stúlkurnar eiga það sameiginlegt að vera allar frægar fyrir eitthvað í skólanum, hvort sem það eru hæfileikar eða útlit. Lesandinn fær í raun aldrei að vita mikið um Brodie, aðeins það sem stúlkurnar hafa eftir henni eða halda um hana. Sagan varpar ekki beinlínis ljósi á það hvernig Brodie hlúir að sambandi sínu við stúlkurnar þar sem lesandinn hefur aðeins þeirra orð fyrir því að hún sé frábær. Mér fannst alveg óskiljanlegt af hverju þær dást að henni og halda tryggð við hana. Það sem stendur upp úr er að Brodie endurtekur í sífellu nokkur slagorð, t.d. að hún sé "in her prime" og að hún ætli að gera stúlkurnar sex að "crème de la crème" í skólanum, og svo segir hún stúlkunum frá og gerir þær jafnvel að þáttakendum í ástarlífi sínu. Að lokum svíkur ein stúlknanna Brodie sem verður til þess að hún er rekin úr skólanum og deyr svo stuttu seinna.
Stíll þessarar bókar er nokkuð sérstakur. Höfundurinn hoppar til dæmis fram og aftur í tíma, oft í sama kaflanum, og veður úr einu í annað. Það tók mig smá tíma að venjast þessu en þetta hafðist að lokum. The Prime of Miss Jean Brodie er svona bók sem ég veit ekki hvað mér finnst um. Ég veit að það er einhver boðskapur þarna en ég er ekki alveg viss hver hann er. Það endar sennilega með því að ég les hana aftur bara til að átta mig betur á henni.
Eftir að hafa komist að því að fleiri skáldsögur væru ekki til eftir rithöfund Bókmennta- og kartöflubökufélagsins hóf ég þessa leit að annarri sambærilegri og jafn góðri bók. Leitin hefur ekki gengið vel hingað til eins og áður sagði. Ég rakst þó fljótlega á að margir mæltu með og líktu 84 Charing Cross Road eftir Hanff við Bókmennta- og kartöflubökufélagið. Sú bók var hins vegar ekki til sem rafbók og hvað þá í íslenskum bókabúðum. Ég ætlaði að leita að henni þegar ég var í New York í fyrra en hafði ekki tíma til þess. Ég ákvað loks, rúmum tveimur árum síðar, að panta hana af Amazon ásamt öðrum bókum sem mig vantaði sárlega.
84 Charing Cross Road er ekki löng bók. Hún er reyndar svo stutt að það er auðvelt að klára hana á einu kvöldi. Bókin er ekki skáldsaga heldur bréfasafn. Í bókinni eru rakin 20 ára bréfaskipti höfundarins Helene Hanff við starfsmenn bókabúðar í London sem var staðsett við 84 Charing Cross Road. Hanff, sem var búsett í New York, sendi bókabúðinni upphaflega beiðni um nokkrar fágætar bækur en samband hennar við starfsmennn búðarinnar (aðallega einn) þróast svo og verður að vináttu. Það eru það mikil líkindi með þessari bók og Bókmennta- og kartöflubökufélaginu að ég trúi ekki öðru en að annað hvort Shaffer eða Barrows hafi haft hana í huga við skrif bókarinnar. Það eru ákveðin líkindi með aðalpersónunum (eða aðalbréfaskrifurunum), húmorinn er líkur og svo snýst söguþráðurinn að miklu leyti í kringum bækur. Bréfaskrifarar ræða jafnvel um og dást af sömu bókum í báðum sögum.
Þar sem 84 Charing Cross Road er ekki skáldsaga fær maður ekki að vita jafn mikið um persónurnar og baksöguna og maður hefði viljað. Ég hafði samt mikla ánægju af því að lesa þetta bréfasafn. Það er svo frábær tilhugsun að það hafi verið til fólk í alvörunni sem var svona fyndið og frábært. Nú langar mig að lesa allt sem komið hefur út eftir Hanff, sem var aðallega handritshöfundur en hefur þó gefið út nokkrar bækur. Þær bækur eru auðvitað ekki til sem rafbækur. Ætli það líði ekki tvö ár þangað til ég hef mig í að panta hinar..
Fyrir jólin í fyrra kom út í íslenskri þýðingu bókin Langur vegur frá Kensington (A Far Cry From Kensington) eftir Muriel Spark. Ég las hana þá og líkaði stíllinn og söguþráðurinn vel. Það er það langt síðan ég las söguna að ég man söguþráðinn ekki nógu vel til að geta endursagt hann en ég man að þessi lestur varð til þess að mig langaði til að lesa meira eftir Spark. Eftir stutta könnun komst ég að því að bókin The Prime of Miss Jean Brodie væri frægasta og jafnframt besta bók Spark og beit því í mig að lesa hana sem fyrst. Ég lenti hins vegar í sömu vandræðum með hana og með 84 Charing Cross Road og fékk bókina því ekki í hendurnar fyrr en með pöntuninni um daginn.
The Prime of Miss Jean Brodie er mjög sérstök bók. Hún segir sögu Jean Brodie, kennara í klassískum stúlknaskóla í Edinborg sem notar óhefbundnar kennsluaðferðir. Sagan er ekki sögð af Brodie sjálfri heldur byggir hún á upplifun sex stúlkna úr nemendahóp Brodie sem hún tók að sér. Stúlknahópurinn er nefndur "the Brodie set" en stúlkurnar eiga það sameiginlegt að vera allar frægar fyrir eitthvað í skólanum, hvort sem það eru hæfileikar eða útlit. Lesandinn fær í raun aldrei að vita mikið um Brodie, aðeins það sem stúlkurnar hafa eftir henni eða halda um hana. Sagan varpar ekki beinlínis ljósi á það hvernig Brodie hlúir að sambandi sínu við stúlkurnar þar sem lesandinn hefur aðeins þeirra orð fyrir því að hún sé frábær. Mér fannst alveg óskiljanlegt af hverju þær dást að henni og halda tryggð við hana. Það sem stendur upp úr er að Brodie endurtekur í sífellu nokkur slagorð, t.d. að hún sé "in her prime" og að hún ætli að gera stúlkurnar sex að "crème de la crème" í skólanum, og svo segir hún stúlkunum frá og gerir þær jafnvel að þáttakendum í ástarlífi sínu. Að lokum svíkur ein stúlknanna Brodie sem verður til þess að hún er rekin úr skólanum og deyr svo stuttu seinna.
Stíll þessarar bókar er nokkuð sérstakur. Höfundurinn hoppar til dæmis fram og aftur í tíma, oft í sama kaflanum, og veður úr einu í annað. Það tók mig smá tíma að venjast þessu en þetta hafðist að lokum. The Prime of Miss Jean Brodie er svona bók sem ég veit ekki hvað mér finnst um. Ég veit að það er einhver boðskapur þarna en ég er ekki alveg viss hver hann er. Það endar sennilega með því að ég les hana aftur bara til að átta mig betur á henni.
No comments:
Post a Comment