Um síðustu helgi eldaði ég kalkún í félagi við Trausta vin okkar Símons. Þetta var frumraun okkar beggja í kalkúnaeldamennsku sem gekk líka svona ljómandi vel. Kalkúninn var vel eldaður, bragðgóður og alls ekki of þurr - kannski ekki skrýtið þar við jusum bræddu smjöri yfir hann á hálftíma fresti.
Til að halda réttu stemmingunni ákvað ég að baka pecanhnetuböku til að hafa í eftirrétt og hafði uppskrift úr Back In the Day Bakery Cookbook til hliðsjónar. Ég hef aldrei bakað svona hefðbundna böku áður en ég hélt satt að segja að það væri algjört vesen. Ég hafði rangt fyrir mér - þetta hefði varla getað verið einfaldara. Þetta var a.m.k. mun auðveldara en að baka tveggja laga köku með kremi og tilheyrandi veseni.
Pecanhnetubaka
Botninn:
1 1/2 bolli hveiti
1/4 bolli ljós púðursykur
1/2 tsk fínt malað sjávarsalt (alvöru)
165 g ósaltað smjör, brætt
1) Hrærið saman hveiti, sykur og salt. Hellið smjörinu rólega saman við þurrefnin og hrærið með gaffli á meðan. Deigið á að vera fremur blautt og eins og hálfgerð mylsna.
2) Setjið deigið í bökuform (ég held að mitt sé 9 eða 10 tommur) og ýtið því jafnt yfir botninn og upp hliðarnar. Setjið deigið svo til hliðar og vinnið í fyllingunni.
Fyllingin:
1/2 bolli sykur
1/4 bolli ljós púðursykur
1 1/4 bolli sýróp
1/2 tsk fínt malað sjávarsalt (alvöru)
1 1/2 tsk hveiti
3 stór egg
1 1/2 tsk vanilludropar
2 msk viský
23 g ósaltað smjör, brætt
1 3/4 bolli pecanhnetur
1) Hitið ofninn í 175°C. Í meðalstórri skál, blandið saman báðum tegundum af sykri, sýrópi, salti, hveiti og eggjum og hrærið í 1-2 mínútur. Blandan á að vera vel hrærð.
2) Hrærið vanilludropunum, vískýinu og smjörinu því næst vel saman við. Setjið pecanhneturnar síðast út í og hrærið lítillega.
3) Hellið fyllingunni yfir deigið í forminu. Bakið í tæplega 1 klst. og 15 mínútur. Fylgist vel með. Takið bökuna svo út og kælið í a.m.k. 1 klst. áður en bragðað er á henni.
4) Berið fram með þeyttum rjóma og njótið.
Botninn:
1 1/2 bolli hveiti
1/4 bolli ljós púðursykur
1/2 tsk fínt malað sjávarsalt (alvöru)
165 g ósaltað smjör, brætt
1) Hrærið saman hveiti, sykur og salt. Hellið smjörinu rólega saman við þurrefnin og hrærið með gaffli á meðan. Deigið á að vera fremur blautt og eins og hálfgerð mylsna.
2) Setjið deigið í bökuform (ég held að mitt sé 9 eða 10 tommur) og ýtið því jafnt yfir botninn og upp hliðarnar. Setjið deigið svo til hliðar og vinnið í fyllingunni.
Fyllingin:
1/2 bolli sykur
1/4 bolli ljós púðursykur
1 1/4 bolli sýróp
1/2 tsk fínt malað sjávarsalt (alvöru)
1 1/2 tsk hveiti
3 stór egg
1 1/2 tsk vanilludropar
2 msk viský
23 g ósaltað smjör, brætt
1 3/4 bolli pecanhnetur
1) Hitið ofninn í 175°C. Í meðalstórri skál, blandið saman báðum tegundum af sykri, sýrópi, salti, hveiti og eggjum og hrærið í 1-2 mínútur. Blandan á að vera vel hrærð.
2) Hrærið vanilludropunum, vískýinu og smjörinu því næst vel saman við. Setjið pecanhneturnar síðast út í og hrærið lítillega.
3) Hellið fyllingunni yfir deigið í forminu. Bakið í tæplega 1 klst. og 15 mínútur. Fylgist vel með. Takið bökuna svo út og kælið í a.m.k. 1 klst. áður en bragðað er á henni.
4) Berið fram með þeyttum rjóma og njótið.
No comments:
Post a Comment