Wednesday, June 19, 2013

Frönsk súkkulaðikaka með karamellu

Ég bakaði franska súkkulaðiköku með karamellu í tilefni af 17. júní. Mmmm nammi! Þó að ég hafi bakað hana aðeins of lengi var hún mjög góð - karamellan lyftir kökunni á hærra plan. Meira ætla ég ekki að segja um uppskriftina sem fylgir hér á eftir.





Frönsk súkkulaðikaka með karamellu
250 g suðusúkkulaði
175 g smjör
1 msk fínmalað espressokaffiduft
2 dl sykur
4 egg
1 1/2 tsk vanillusykur
1/2 lyftiduft
1/2 dl hveiti

1) Stillið ofninn á 175°C. Takið til 24 cm/10 tommu form (eftir því hvað þið eigið) og smyrjið.

2) Brjótið súkkulaðið í litla bita og setjið í pott ásamt smjörinu og kaffinu. Bræðið saman við vægan hita og hrærið reglulega í á meðan. Takið pottinn af hitanum og látið blönduna kólna aðeins.

2) Hrærið eggjum og sykri saman í skál. Setjið saman við súkkulaðiblönduna þegar hún hefur kólnað og hrærið saman þar til blandan verður slétt.

3) Blandið vanillusykri, lyftidufti og hveiti saman í annarri skál og sigtið svo ofan í súkkulaðiblönduna. Hrærið saman þar til blandan verður slétt.

4) Setjið blönduna í formið og bakið í neðri hluta ofnsins í 45-55 mínútur (ég hugsa að það dugi að baka kökuna í 45 mínútur ef þið eruð með 10 tommu form eins og ég notaði). Kælið aðeins eftir bakstur.
 

Karamella
1 poki af Góu kúlum
1/2 dl rjómi
smá Maldon salt

1) Setjið kúlurnar, rjómann og saltið í pott og bræðið saman við vægan hita. Hrærið reglulega í á meðan blandan bráðnar saman.

2) Kælið karamelluna aðeins en samt ekki of lengi því þá verður hún of þykk. Takið kökuna úr forminu og hellið karamellunni yfir hana. Dreifið úr henni með sleikju ef þörf er á (og hafið hraðar hendur því hún er fljót að kælast á þessu stigi).

3) Berið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Njótið!

No comments:

Post a Comment