Sunday, May 19, 2013

Mæli með: Súkkulaðibitakökum Joy með poppi

Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift frá Joy the Baker að súkkulaðibitakökum með poppi. Þessi uppskrift hélt fyrir mér vöku um nætur þar til ég prófaði hana. 


Ég stytti mér smá leið þegar ég bakaði kökurnar og notaði örbylgjupopp (Joy segir að það sé í lagi) en ég hef grun um að kökurnar séu betri ef maður gerir það ekki. 

 
Deigið var sjúklega gott og kökurnar líka - sérstaklega nýbakaðar með kaldri mjólk (en það sama gildir nú eiginlega um allar súkkulaðibitakökur)!


Ég bið ykkur svo að afsaka sérlega langt bloggleysi. Dagarnir hafa hreinlega þotið hjá undanfarið og ég komið litlu í verk.

No comments:

Post a Comment