Munið þið eftir Throne of Glass sem ég skrifaði um hér? Nei, auðvitað ekki. En ég var sem sagt að lesa bók nr. 2 í þessari seríu um launmorðingjann Celaenu Sardothien sem heitir Crown of Midnight.
Eins og kom fram í pistli mínum um Throne of Glass þá eru þessar bækur skrifaðar fyrir young adult. Stundum elska ég að lesa bækur sem geta ekki talist neitt annað en algjört léttmeti - eða jafnvel heilafrí. Crown of Midnight og Throne of Glass eru ekki alveg þannig en næstum því.
Mér fannst Crown of Midnight skemmtileg bók - eiginlega skemmtilegri en Throne of Glass. Aðalpersónan, Celaena Sardothien, er ekki alveg jafn naív og hún var í fyrstu bókinni og ég kunni betur að meta hana sem persónu. Celaena er nú orðin sérstakur launmorðingi konungsins í Aderlan - sem er erfitt fyrir hana því hún hatar konunginn af öllu hjarta. Við fáum að vita meira um baksögu hennar en áður og samband hennar við Chaol (sem er Captain of the Guards) þróast áfram. Persóna krónprinsins, Dorian, fær einnig að þróast og hann fær að vera meira en myndarlegur prins í uppreisn gegn föður sínum - sem er það eina sem hann var í Throne of Glass.
Mér fannst Crown of Midnight skemmtileg bók - eiginlega skemmtilegri en Throne of Glass. Aðalpersónan, Celaena Sardothien, er ekki alveg jafn naív og hún var í fyrstu bókinni og ég kunni betur að meta hana sem persónu. Celaena er nú orðin sérstakur launmorðingi konungsins í Aderlan - sem er erfitt fyrir hana því hún hatar konunginn af öllu hjarta. Við fáum að vita meira um baksögu hennar en áður og samband hennar við Chaol (sem er Captain of the Guards) þróast áfram. Persóna krónprinsins, Dorian, fær einnig að þróast og hann fær að vera meira en myndarlegur prins í uppreisn gegn föður sínum - sem er það eina sem hann var í Throne of Glass.
Sagan var ágætlega spennandi (ég las hana a.m.k. í einum rykk) og góð sem fantasía. Það verður auðvitað að hafa í huga að bókin er "skrifuð fyrir" unglinga og hún er ekkert sérlega flókin eða djúp. Ég var í þannig stuði þegar ég var að lesa hana að mér fannst það kostur en ekki galli.
Ég mæli líka með Novellunum eða smásögunum um Celaenu sem gerast áður en Throne of Glass byrjar. Þær heita The Assassin and the Pirate Lord, The Assassin and the Desert, The Assassin and the Underworld og The Assassin and the Empire og fást á Amazon gegn vægu gjaldi.
Ég mæli líka með Novellunum eða smásögunum um Celaenu sem gerast áður en Throne of Glass byrjar. Þær heita The Assassin and the Pirate Lord, The Assassin and the Desert, The Assassin and the Underworld og The Assassin and the Empire og fást á Amazon gegn vægu gjaldi.
No comments:
Post a Comment