Ég var að lesa bókina Ekki þessi týpa eftir Björgu Magnúsdóttur. Sagan er frumraun höfundar í skáldsagnagerð. Í stuttu máli þá fjallar hún um fjórar vinkonur og samskipti þeirra við hvor aðra, fjölskyldur þeirra, vinnufélaga og svo auðvitað karlmenn. Björg lætur vinkonurnar fjórar skiptast á að vera sögumenn eftir því hvað hentar söguþræðinum hverju sinni.
Ekki þessi týpa er ekki besta bók sem ég hef lesið en samt alveg ágætis afþreying. Ég þurfti aldrei að hvíla mig á henni (en það þarf ég stundum að gera þegar ég les "chick lit" bækur - þær geta verið svo yfirþyrmandi væmnar). Ekki þessi týpa var reyndar mjög fljótlesin - tók ca. kvöldstund eða svo.
Helsti gallinn við söguna er að það er allt of mikið blaður í henni. Það eru heilu blaðsíðurnar, og jafnvel kaflarnir, þar sem ekkert á sér stað nema misgáfuleg samtöl. Það voru einstaka spaugileg atriði en þau voru þó frekar vandræðaleg en spaugileg. Mér fannst höfundi takast best upp í persónusköpuninni - þegar hún leyfði manni að vita hvað persónan var að hugsa en ekki endilega hvað hún gerði eða sagði. Sýndi oft gott innsæi þá.
Annar galli við söguna er endirinn. Lokasenan í bókinni er frekar ótrúverðug og ýkt m.v. íslenskan nútíma sem sagan þó gerist í. Eftir þá senu er svo frekar snubbóttur endir. Ég varð fyrir vonbrigðum með endinn og fannst að suma þræði sögunnar hefði mátt hnýta betur. Með aðeins betri endi væri þetta miklu betri bók.
Ekki þessi týpa er ekki besta bók sem ég hef lesið en samt alveg ágætis afþreying. Ég þurfti aldrei að hvíla mig á henni (en það þarf ég stundum að gera þegar ég les "chick lit" bækur - þær geta verið svo yfirþyrmandi væmnar). Ekki þessi týpa var reyndar mjög fljótlesin - tók ca. kvöldstund eða svo.
Helsti gallinn við söguna er að það er allt of mikið blaður í henni. Það eru heilu blaðsíðurnar, og jafnvel kaflarnir, þar sem ekkert á sér stað nema misgáfuleg samtöl. Það voru einstaka spaugileg atriði en þau voru þó frekar vandræðaleg en spaugileg. Mér fannst höfundi takast best upp í persónusköpuninni - þegar hún leyfði manni að vita hvað persónan var að hugsa en ekki endilega hvað hún gerði eða sagði. Sýndi oft gott innsæi þá.
Annar galli við söguna er endirinn. Lokasenan í bókinni er frekar ótrúverðug og ýkt m.v. íslenskan nútíma sem sagan þó gerist í. Eftir þá senu er svo frekar snubbóttur endir. Ég varð fyrir vonbrigðum með endinn og fannst að suma þræði sögunnar hefði mátt hnýta betur. Með aðeins betri endi væri þetta miklu betri bók.
No comments:
Post a Comment