Ég er búin að vera mjög ódugleg við að blogga um það sem ég hef bakað undanfarið. Ég hef samt alls ekki verið ódugleg við að baka - enda var ég svo heppin að fá Kitchen Aid hrærivél í jólagjöf frá Símoni. Vélin, sem er fallega rauð, sómir sér vel í eldhúsinu og er búin að vera mikið í notkun.
Fyrsta kakan sem ég bakaði með aðstoð hrærivélarinnar var þessi - the *I miss New York Berrycake*. Ég hef haft augastað á þessari uppskrift lengi en alltaf veigrað mér við að baka kökuna þar sem það þarf að þeyta alveg heilan helling og ég hef ekki nennt að gera það með handþeytaranum. Hrærivélin stóð sig með sóma og þetta er útkoman:
Ég skellti líka í sítrónu- og marengsböku (sem þarf einnig mikið að þeyta) en hún var frumraun mín í marengsgerð. Ég var ekki alveg nógu ánægð með útkomuna þó að bakan hafi verið falleg:
Svo prófaði ég þessa pecanhnetuköku með rommkremi frá Bake or Break (sem var virkilega einföld og góð):
Ég skellti líka í sítrónu- og marengsböku (sem þarf einnig mikið að þeyta) en hún var frumraun mín í marengsgerð. Ég var ekki alveg nógu ánægð með útkomuna þó að bakan hafi verið falleg:
Svo prófaði ég þessa pecanhnetuköku með rommkremi frá Bake or Break (sem var virkilega einföld og góð):
Það má segja að þetta sé helsti afrakstur ársins 2013 hingað til - þó að ég hafi nú bakað ýmislegt annað, bæði með og án aðstoðar Kitchen Aid. Af þessum afurðum hér fyrir ofan mæli ég sterklega með pecanhnetukökunni með rommkreminu. Ég er mikill pecanhnetu aðdáandi og bragðið af þeim fær svo sannarlega að njóta sín í þessari köku.
No comments:
Post a Comment